Innskráning í Karellen
news

Að standa saman

26. 11. 2018

Sæl veriði kæru vinir á þessum fallega mánudegi. Í dag hefst fjórða vikan í Samskiptalotunni. Lotulykill þessarar viku er orðið Samstaða. Það orð stendur fyrir að standa saman. Standa með sínum hvort sem það er vinir, ættingjar, skólafélagar o.s.frv. Sýna samhug í verki og hverju það skiptir að sýna samstöðu. Það er mikilvægt að vita í tengslum við Samskipti og efla sýna færni í því hvort sem maður er ungur eða gamall. Þetta er gott innlegg í lífsins önn.

Í Mætti málsins eflum við okkur enn frekar í orðaforðanum tengt Tölum og "NG" er hljóð vikunnar. Hljóð þetta má finna í orðum s.s. Ding-Dong-Syngja-hringja o.s.frv. Tákn vikunnar eru táknin " Meira" og "Búinn". Í viðbót þessa innlagnir vinnum við markvisst með hugtakaskilning, að efla hann og styrkja.

En dásamleg vika framundan hjá okkur. Vonandi verður vikan ykkur góð.



© 2016 - Karellen