Innskráning í Karellen
news

Að sýna umhyggju

19. 02. 2018

Sæl veriði á þessum yndislega mánudegi

Í dag er önnur vika í Vináttulotunni okkar og er orðið Umhyggja lotulykill þessarar viku. Hægt er að sýna umhyggju á margan máta. Það er hægt að sýna umhverfinu umhyggju, leikskólanum sínum, fjölskyldu sinni, kennurum sínum og samnemendum svo eitthvað sé nefnt. Þetta orð er stórt og er einn af mikilvægum þáttum í vináttunni. Í leikskólanum lærum við til dæmis að þiggja umhyggju frá öðrum og þróa hæfileikann til að veita öðrum umhyggju. Vinátta gengur meðal annars út á það að vera góður við félaga sína og virða þá. Við á Velli æfum börnin að mynda vináttutengsl, styrkja þau og efla og gætum þess að barni finnist það ekki skilið útundan, að hvert einasta barn finni að það á vin, eigi leikfélaga í leikskólanum. Það er markmið sem unnið er að, alltaf.

Í Mætti Málsins höldum við ótrauð áfram í orðaforðanum og eflum hann í orðum tengt "Húsbúnaði og búsáhöldum". Í hljóðainnlögninni er hljóðið "Hr" hljóð vikunnar (Hringja-hræða-Hrönn-Hrútur...). Í hljóðkerfisþáttum vinnum við með Rím-Afstöðuhugtökin-Margræð orð-Samsett orð-Fornöfn-Eignarfornöfn o.s.frv.). Tákn vikunnar eru táknin "Fremstur" og "Afstastur".

Við vonum innilega að þið eigið frábæra viku kæru vinir.


© 2016 - Karellen