Innskráning í Karellen
news

Áfram við höldum og útskriftarferðalag

14. 05. 2018

Sæl veriði kæru foreldar og vinir!

Á þessum fallega mánudegi fögnum við nýrri viku í gleði og söng. Eins og áður hefur komið fram að þá var nánast allur starfsmannahópurinn í námsferð síðastliðna 5 daga í Brighton. Það var yndisleg ferð þar sem við heimsóttum skóla, lærðum meira í Numicon. Það er skemmtileg nálgun að kenna og læra stærðfræði og svo síðast en ekki síst fórum við á námskeið í Mindfulness þ.e. Nútvitund. Það var afar fróðlegt, skemmtilegt og eitthvað sem er öllum gott að iðka. Núvitund snýst að mestu leyti um að vera í nú-inu, veita líðandi stund athygli og vera á staðnum. Meir um þetta síðar.

Hvað málörvun varðar sláum við ekki slöku við og höldum áfram að efla orðaforðann í Sumrinu. Hljóðið Ó er hljóð vikunnar og í Tákn með tali er "Svartur" og "Hvítur" tákn vikunnar.

Hjá útskriftanemendunum okkar á Velli er þetta annsi spennandi vika því í vikunni, nánar tiltekið á miðvikudaginn, munu þau fara í tveggja nátta ferð uppí Vatnaskóg með kennurunum sínum. Það er hefð fyrir því hér á Velli að fara í svona ferð og hefur hún alltaf vakið mikla lukku. Mikið fjör og gaman.

Við minnum á að næstkomandi mánudag, eftir viku, verður leikskólinn lokaður vegna þess að þá er annar í Hvítasunnu.

Látum þetta nægja að sinni í frétt vikunnar frá Velli. Við vonum að þið eigið frábæra viku kæru vinir.

© 2016 - Karellen