news

Agalotan

08. 09. 2020

Kæru foreldrar og vinir

Aglotan hófst þann 24. ágúst og eru lotulyklar hennar virðing, hegðun, kurteisi og framkoma. Lotulykill þessarar viku er kurteisi.Oft hefur verið sagt að Agalotan sé mikilvægasta lotan í þeim skilningi að hún er nauðsynlegur undanfari alls annars í námskránni okkar og jafnvel í öllu skólastarfinu. Börnin þurfa að læra á umhverfi sitt, helstu hegðunarreglur og læra góðan samskiptamáta við hin börnin til þess að starf vetrarins geti verið friðsælt, árangursríkt og ánægjulegt. Langstærstur hluti þess aga sem Hjallastefnan viðhefur í skólum sínum er fyrirbyggjandi. Til dæmis eru R-reglurnar í hávegum hafðar í Hjallastefnustarfi röð, regla og rútína í fyrirrúmi á öllum sviðum. Þaulhugsuð dagskrá og einfaldleiki í öllu skipulagi. Þjálfun í kurteisi og mannasiðum, æfing í að heilsast og kveðjast, borðsiðir og umgengni um fataklefa eru raunveruleikatengd verkefni í þessari lotu. Á Velli erum við með Læsis – og stærðfræðiáætlun og heldur hún okkur á góðu floti að efla okkar dásamlegu nemendur í málörvun/læsi. Í orðaforðanum er hugtakið ,,matur‘‘ og allt sem við því kemur og í hljóðainnlögninni fær hljóðið/stafurinn ,,B‘‘ að njóta sín. Á Velli ætlum við að vera dugleg að leggja áherslu á þulur og vísur og munum við vera með þulu/vísu vikunnar. Í þetta sinn varð fyrir valinu þulan ,, Faðir þinn er róinn, að sækja fisk á sjóinn’’. Einnig ætlum við að einbeita okkur að ákveðnum lögum fyrir hverja viku í senn. Lög vikunnar eru að þessu sinni ,,Agadú’’ og ,,Mér finnst best að borða’’. Okkar elstu nemendur eru byrjaðir í stafainnlögn og er farið eftir 5 ára námskrá Hjallastefnunnar. Eins og sjá má er starfið hafið af kappi og er nóg um að vera hjá okkur. Við ætlum að eiga frábæran vetur og hlökkum til samstarfsins við ykkur kæru foreldrar.

English below

Dear parents and friends

Agalotan started on the 24th of August and its key points are respect, behavior, courtesy and appearance. This week the theme of Agalotan is courtesy. It has often been said that Agalotan is the most important session in the sense that it is a necessary precursor to everything in our curriculum and to all our school work. The children need to learn about their environment, the main rules of behavior and learn good communication skills with the other children in order for the winter work to be peaceful, effective and enjoyable. By far the largest part of the discipline that Hjallastefnan practices in its schools is preventive. For example, the R-rules are paramount in Hjallastefnan workline, order, rule and routine are paramount in all areas. A well-thought-out program and simplicity in the entire organization. Training in courtesy and manners, practice in greeting and saying goodbye, table manners and dealing with changing rooms are reality-related tasks in this Agalota. At Velli we have a Literacy and Mathematics program and it keeps us afloat to strengthen our wonderful students in language stimulation / literacy. This week´s term in the vocabulary teaching is "food" and everything that comes with it and in the letter sound program is ,,B’’. At Velli we will be diligent in emphasizing rhymes and verses and we will have the rhyme / verse of the week. This time, the rhyme "Faðir þinn er róinn að sækja fisk á sjóinn" was chosen. We will also focus on specific songs for each week at a time. The songs of the week this time are "Agadú" and "Mér finnst best að borða". Our oldest students have started lettering and are following the 5-year curriculum of Hjallastefnan. As you can see, the work has begun diligently and is keeping us busy. We are going to have a great winter and we are looking forward to working with you dear parents.

© 2016 - Karellen