Innskráning í Karellen
news

Agalotan er hafin

28. 08. 2018

Kæru foreldrar og vinir. Þá er fyrsta lotan hafin í kynjanámskránni, Agi og eru lotulyklar hennar virðing, hegðun, kurteisi og framkoma. Þessi orð/lotulyklar munum við taka fyrir sérstaklega og læra nánar um (eitt orð/einn lotulykill hverja viku). Lotulykill þessarar viku er "VIRÐING". Oft hefur verið sagt að Agalotan sé mikilvægasta lotan í þeim skilningi að hún er nauðsynlegur undanfari alls annars í námskránni okkar og jafnvel í öllu skólastarfinu. Börnin þurfa að læra á umhverfi sitt, helstu hegðunarreglur og læra góðan samskiptamáta við hin börnin til þess að starf vetrarins geti verið friðsælt, árangursríkt og ánægjulegt. Langstærstur hluti þess aga sem Hjallastefnan viðhefur í skólum sínum er fyrirbyggjandi ....

.....meir um þetta næstu vikur.

Á Velli erum við áætlun í Markvissri málörvun sem heitir Máttur Málsins. Áætlun þessi heldur okkur á góðu floti að efla okkar dásamlegu nemendur í málörvun. Í orðaforðanum er hugtakið "ÉG" og allt sem við því kemur og í hljóðainnlögninni fær hljóðið/stafurinn "M" að njóta sín. Í Tákn með tali eru táknin "Ég" og "Þú" tákn vikunnar. Hugtakaskilningurinn (rím, fornöfn, afstöðuhugtök o.fl.) er einnig þjálfaður með nemendum en þó afar misjafnt hvað er tekið hverju sinni enda fer það eftir aldri og þroska barna. Okkar elstu nemendur hefja sína stafainnlögn en það er eftir 5 ára námskrá Hjallastefnunnar.

Eins og sjá má er starfið hafið af kappi og ætlum við að eiga frábæran vetur. Hlökkum til samstarfsins kæru foreldrar.

© 2016 - Karellen