Innskráning í Karellen
news

Árstíðarlota og aðventan

10. 12. 2018

Sæl veriði kæru vinir á þessum fallega morgni í desember. Í kynjanámskránni er hafið svokallað lotufrí og verður fram yfir jólin og áramótin. En þá förum við yfir farin veg og leyfum einnig aðventunni að njóta sín í þeirri dýrð sem hún er. Við höldum þó í okkar röð, reglu og rútínu og leyfum börnunum að njóta stundarinnar. Hér á Velli köllum við þetta lotufrí í kynjanámskránni Árstíðarlotu. En þótt um lotufrí sé að ræða þá höldum við samt áfram hér á Velli að efla okkar börn og nýtum tækifærið að fjalla aðeins um árstíðarnar og hvað einkennir þær.

Ætíð hugum við að málþroska barna okkar og höldum ótrauð áfram í orðaforðanum því nóg er að taka þar. Í dag hefst skemmtilegt hugtak í orðaforðanum sem kallast "Tími og veðurfar". Í hljóðainnlögninni förum við yfir farin veg og höfum upprifjun í hljóðum sem og í Tákn með tali. Mörg eru börnin, sem eru elst hjá okkur, farin að æfa sig að lesa. Það er dásamlegt.

Þessi vika verður annsi viðburðarík á Velli, því í þessari viku verða tvær sýningar í boði fyrir nemendur á Velli. Fyrst er það Jólasýningin "Grýla og jólasveinarnir" á morgun þriðjudag kl.14:15, en sú sýning er í boði Foreldrafélag Vallar. Þessi sýning hefur verið áður hér á Velli og eru krakkarnir alltaf jafn hrifnir af henni. Á fimmtudaginn eftir hádegi kl.13:45- 14:15 verður smá óperusýning á Velli. Sú sýning er styrkt af Reykjanesbæ til að efla menningarstarfsemi í Reykjanesbæ og er þessi sýning sýnd í öllum leikskólum í bænum. Á föstudaginn gleðjumst við svo saman og höldum jólasöngfund og borðum jólamat í hádeginu. Þann dag mætum við í skólafötum líkt og áður en í boði verður að mæta með jólasveinahúfur, þeir sem vilja.

Dásamleg vika framundan kæru vinir, njótið stundarinnar.


© 2016 - Karellen