Innskráning í Karellen
news

Árstíðarlota og aðventufjör

09. 12. 2019

Sæl veriði kæru vinir á þessum vindasama en fallega morgni í desember. Í kynjanámskránni er hafið svokallað lotufrí og verður fram yfir jólin og áramótin. En þá förum við yfir farin veg og leyfum einnig aðventunni að njóta sín í þeirri dýrð sem hún er. Við höldum þó í okkar röð, reglu og rútínu og leyfum börnunum að njóta stundarinnar. Hér á Velli köllum við þetta lotufrí í kynjanámskránni Árstíðarlotu. En þótt um lotufrí sé að ræða þá höldum við samt áfram hér á Velli að efla okkar börn og nýtum tækifærið að fjalla aðeins um árstíðarnar og hvað einkennir þær.

Ætíð hugum við að málþroska barna okkar og höldum ótrauð áfram í orðaforðanum því nóg er að taka þar. Í dag hefst skemmtilegt hugtak í orðaforðanum sem kallast "Tími og veðurfar". Í hljóðainnlögninni förum við yfir farin veg og höfum upprifjun í hljóðum sem og í Tákn með tali.

Það er óhætt að segja að það sé nóg um að vera hjá okkur í leikskólanum þessa vikuna. Miðvikudaginn 11. desember kl. 9.30 koma félagarnir í leikhópnum Vinir og sýna okkur jólaleikrit sem er í boði foreldrafélagsins. Á föstudaginn gleðjumst við svo saman og höldum jólasöngfund og borðum jólamat í hádeginu. Þann dag mætum við í skólafötum líkt og áður en í boði verður að mæta með jólasveinahúfur, þeir sem vilja.

Dásamleg vika framundan kæru vinir, njótið stundarinnar.




© 2016 - Karellen