news

Bjartsýni er orð vikunnar

27. 01. 2020

Sæl veriði kæru vinir!

Við þökkum góða mætingu í Bóndadagskaffið okkar síðastliðinn föstudag. Áfram höldum við í jákvæðislotunni og er orð vikunnar Bjartsýni. Já­kvæðni er ofboðslega mik­il­væg­ur eig­in­leiki. Að búa yfir já­kvæðni er lyk­ilþátt­ur á hvaða sviði lífs­ins sem er og ger­ir til­ver­una svo miklu auðveld­ari. Hún dríf­ur okk­ur áfram þegar illa geng­ur og hvet­ur mann til þess að taka áhættu. Við kennum börn­um að líta á björtu hliðarn­ar, að vera bjartsýn. Við hvetjum nemendur okkar að að taka áhættu og ögra sjálf­um sér. Með þeirri getu gerir þau betur í stakk búin að yf­ir­stíga áskor­an­ir. Lyk­ill­inn er að gefa þeim verk­efni sem reyna á hæfni þeirra, eru erfið en leys­an­leg. Í öðru lagi sýnum við börn­um ástúð og kærleika og erum þeirra fyrirmyndir í samskiptum. Með fallegum samskiptaháttum eiga nemendur meiri tækifæri að þróa með sér bjart­sýni og vera vongóð. Ást frá for­eldr­um kenn­ir líka börn­um að treysta öðru fólki. Að hrósa börn­um á ein­læg­an hátt skipt­ir líka miklu máli og reynum við alltaf að vera dugleg í því. Við látum nemendur okkar vita hvað það stóð sig vel í og hvetjum það til frek­ari af­reka. Við kennum þeim lausnamiðaða hugsun, það er að leysa má verkefni á ýmsan máta og verkefni eru ekki óyfirstíganleg. Við kennum þeim að vera með jákvæðnina og bjartsýnina að leiðarljósi.

Í markvissri málörvun, Mætti Málsins, höldum við dampi og höldum áfram að efla orðaforðann í Formum. Hljóð vikunnar er "Þ" og tákn vikunnar í Tákn með tali er "Heitur" og "Kaldur". Stærðfræðiinnlögn hjá elstu er farin vel af stað sem og að efla hugtakaskilning hjá börnum 3-6 ára hér á Velli. Allt á blússandi siglingu.

Eigið góða viku kæru vinir

© 2016 - Karellen