news

Bókagjöf

22. 06. 2021

Í gær var alþjóðlegur dagur flóttafólks og í tilefni af því fengum við afhenta mjög góða gjöf frá UN Women á Íslandi og Önnu Guðrúni Steinsen. Anna skrifaði og gaf út bók nú á dögunum og mun allur ágóði bókasölunar renna til UN Women á Íslandi.

Bókin heitir Ofurhetjur í einn dag, og fjallar um hana Kaju, sem er að byrja í nýjum skóla og áskoranir sem því fylgja. Kaja og fjölskylda hennar koma frá stríðshrjáðulandi og eru því flóttafólk.

Elstu nemendurnir okkar fengu hvert sitt eintak og fékk leikskólinn einnig bókagjöf.

Takk kærlega fyrir okkur!

© 2016 - Karellen