Innskráning í Karellen
news

Fjórða vika í Jákvæðislotu

29. 01. 2018

Góðan og blessaðan daginn. Nú á þessum yndis mánudegi hefjum við okkar fjórðu viku í Jákvæðislotu. Lotulykill þessarar viku er orðið "Gleði". Þessar vikurnar hefur gleðin verið æfð með öllum tiltækum ráðum í leik og söng og áfram höldum við. Þess ber að geta að söngur og hreyfing ýtir best við þeim boðefnum heilans sem valda taugafræðilegri gleði. Samhliða þessari þjálfun höfum við reynt að útskýra það fyrir okkar nemendum hvað jákvæð afstaða til lífsins þýðir. Unnið hefur verið að þjálfa börnin í að setja mörk fyrir sjálf sig, landamæri sem þau geta af ákveðni og elskulegheitum tjáð sig um.

Í Mætti Málsins (Markvissri Málörvun) erum við enn að vinna í orðaforðanum tengt "Mat" og í hljóðainnlögninni er "R" hljóð vikunnar. Í Tákn með tali eru táknin "Gjörðu svo vel" og "Meira". Stærðfræðiinnlögn hjá elstu nemendunum okkar og unnið að þáttum hljóðkerfisvitundar fyrir aðra nemendur, mismunandi áherslur þar, fer eftir aldri og þroska barnanna.

Eigið frábæra viku kæru vinir.

© 2016 - Karellen