news

Framkoma er orð vikunnar

14. 09. 2020

Góðan daginn kæru vinir

Nú líður á Aga lotuna okkar og er fjórða vikan að hefjast í henni. Lotulykill þessara viku er orðið Framkoma. Við kennum nemendum okkar að koma vel fram og eflum þeirra samskiptafærni sbr. við skiptumst á að tala, hlustum með athygli á aðra, grípum ekki fram í fyrir öðrum, verum skýr og segjum það sem okkur finnst, virðum skoðanir annarra og sýnum tillitssemi. Allt eru þetta þættir sem er gott að æfa hvort sem maður er ungur eða eldri.

Í orðaforðanum leggjum við áherslu á ,,Umhverfi, inni’’ og hljóð/stafur vikunnar er ,,N’’. Við ætlum að halda áfram með að skoða þuluna ,, Faðir þinn er róinn, að sækja fisk á sjóinn’’ og lag vikunnar er ,,Ég á lítinn skrítinn skugga’’.

Eigið frábæra viku kæru vinir


English below

Good morning dear friends

We just start fourth week of our Agalota. This week the theme of Agalotan is Appearance. We teach our students to behave well and strengthen their communication skills, cf. we take turns talking, listening attentively to others, not interfering others speaking, saying what we feel and be clear about it, respecting the opinions of others and being considerate. All aspects mention above are good to practice whether you are young or older.

In the vocabulary we emphasize "Environment inside" and the sound / letter of the week is "N". We are going to continue learning the rhyme "Faðir þinn er róinn að sækja fisk á sjóinn" and the song of the week is "Ég á lítinn skrítinn skugga".

Have a great week dear friends

© 2016 - Karellen