Innskráning í Karellen
news

Frumkvöðlavika og páskafrí

15. 04. 2019

Sæl verið. Í dag hefst frumkvöðlavika á Velli en það er uppskeruvika Áræðnilotu. Þá rifjum við upp og búum til skemmtileg verkefni tengt lotulyklum undanfarna vikna þ.e. kjark, kraft, virkni og frumkvæði. Að venju höldum við áfram að efla okkar í íslensku sem og öðrum þáttum tengt þroska barna (grófhreyfingar, fínhreyfingar, vitsmunaþáttum, félagsfærni, sjálfbærni og fleira). Alltaf er af nógu að taka og allt gert í gegnum leikinn. Þannig læra börnin best. Í okkar markvissri málörvun höldum við áfram að efla okkur í orðaforða tengt orðaforðahugtakinu "Faratæki". Í hljóðainnlögninni þessa vikuna leggjum við inn hljóðið "u" og í Tákn með tali er táknið "Stoppa" tákn vikunnar.

Þetta verður stutt vika hjá okkur í starfi með okkar yndislegu nemendum þar sem stutt er í páskanna. Páskafríið verður aðeins í lengra lagi þetta árið því tveir starfsdagar hjá starfsfólki (23.og 24.apríl) koma inní myndina sem og sumardagurinn fyrsti (25.apríl). Það eru því margir frídagar á næstunni hjá okkar börnum sem við vonum að þið takið fagnandi og náið að njóta með börnunum ykkar yfir þennan yndis tíma. En við sem sagt verðum með opið í dag, morgun og á miðvikudaginn. Eftir það verður lokað á leikskólanum og opnum við aftur föstudaginn þann 26.apríl.

Eigið yndislega daga framundan og gleðilega páska

© 2016 - Karellen