Innskráning í Karellen
news

Gleði er orð vikunnar

28. 01. 2019

Sæl veriði kæru foreldrar og vinir.

Við þökkum góða mætingu í Bóndadagskaffið okkar síðastliðinn föstudag. Snjó heldur áfram að kyngja niður og erum við á Velli afskaplega glöð með það. Enda afskaplega gaman að leika sér útí snjó hvort það er að búa til snjókalla, snjóengla eða búa til skemmtileg snjólistaverk. Einnig er skemmtilegt að fara út að renna og nú ættu allir að geta gert það með sínum hópakennurum því búið er að kaupa nýja þoturassa á alla kjarna. Mikið fjör og mikil gleði sem er einmitt orð vikunnar. Eins og alltaf leggjum við mikið uppúr því að hafa gaman í öllu okkar starfi. Lífið verður alltaf miklu skemmtilegra þegar við veljum að vera glöð og hafa gaman að hlutunum. Glatt viðmót er líka á margan hátt valkostur og ávani. Það er nefnilega hægt að venja sig á að vera glaður og sjá hlutina í víðara og jákvæðara samhengi en gengur og gerist.

Í málörvun hefst í dag nýtt orðaforðahugtak sem kallast "MATUR" og ætlum við að efla orðaforðann í því. Hljóð vikunnar er hljóðið "S" og tákn vikunnar eru táknin "Borða" og "Drekka". Stærðfræðiinnlögn skipar enn stórann sess hjá elstu nemendunum okkar og áfram höldum við að efla hugtakaskilning barna 3-6 ára. Allt í gegnum leikinn eins og áður.

Eigið dásamlega viku.



© 2016 - Karellen