news

Gleðivika á Velli

10. 02. 2020

Góðan daginn kæru vinir. Þessa vikuna er Gleðivika á Velli. Það er uppskeruvika Jákvæðnilotu. Þá lýtum við yfir farin veg og rifjum upp það sem við höfum fjallað um síðastliðnar vikur. Við höfum t.d. lagt áherslu á jákvætt hugarfar, bjartsýni, unnið verkefni með jákvæðar setningar, sungið og dansað. Allt unnið í gegnum leikinn. Segja má með sanni að undanfarnar vikur í þessari lotu hafa verið afar gleðilegar og jákvæðar og vonum að börnin tileinki sér að horfa björtum augum á lífið. Þá verður allt svo miklu betra.

Hvað varðar Mátt Málsins (málörvun) þá höldum við áfram að efla orðaforðann í " Mat" og í hljóðainnlögninni er hljóð vikunnar "R". Tákn vikunnar í Tákn með tali eru " Gjörðu svo vel" og "Takk". Elstu börnin okkar halda áfram í stærðfræðiinnlögninni sem og við vinnum að efla hugtakaskilning með börnum 3-6 ára, mismunandi áherslur hjá hverjum aldri.

Vonum að þið eigið góða viku framundan.

© 2016 - Karellen