Innskráning í Karellen
news

Góð framkoma er gulli betri

17. 09. 2018

Góðan daginn kæru vinir

Nú líður á Aga lotuna okkar og er fjórða vikan að hefjast í henni. Lotulykill þessara viku er orðið Framkoma. Við kennum nemendum okkar að koma vel fram og eflum þeirra samskiptafærni sbr. við skiptumst á að tala, hlustum með athygli á aðra, grípum ekki fram í fyrir öðrum, verum skýr og segjum það sem okkur finnst, virðum skoðanir annarra og sýnum tillitssemi. Allt eru þetta þættir sem er gott að æfa hvort maður er ungur eða eldri.

Í Mætti Málsins höldum við ótrauð áfram. Við munum gera nýtt Orðaforðatré því núna förum við að efla okkar orðaforða í Líkama og hreyfingu. Í hljóðainnlögninni sem 2-5 ára nemendur eru í þá "N" hljóð vikunnar. Okkar elstu nemendur eru komnir vel á veg í stafainnlögn og hvet ég ykkur foreldra að fylgjast með á tilkynningatöflum kjarna því þar stendur hvaða stafi er verið að þjálfa í stafainnlögninni hverju sinni. Eins og mörg ykkar vita að þá notum við á Velli Tákn með tali markvisst í starfi með okkar nemendum. Tákn með tali er góður stuðningur í málörvuninni og nýtist börnum sem það þurfa. Í þessari innlögn tengt Tákn með tali að þá leggjum við alltaf inn tvö tákn á viku. Tákn þessarar viku eru táknin; "Koma- Fara ". Látum þetta nægja að sinni kæru vinir. Vonum að þið munið eiga dásamlega viku framundan.

kveðja

Ykkar vinir á Velli


© 2016 - Karellen