news

Hegðun er lotulykill vikunnar

03. 09. 2019

Sæl kæru vinir

Við byrjum hress og kát nýja viku. Þá er önnur vika í Agalotunni okkar hafin og er lotulykill/orð vikunnar í kynjanámskránni orðið ,,hegðun‘‘. Það er góð undirstaða fyrir lífið. Mikilvægt er að börnin læri á umhverfi sitt, helstu hegðunarreglur og læri góðan samskiptamáta. Hér í skólanum er þetta m.a. gert til þess að starf vetrarins geti verið friðsælt, árangursríkt og ánægjulegt fyrir alla. R-reglurnar okkar (röð-regla-rútína) verða áfram í hávegum hafðar hjá okkur á öllum sviðum og þess ber að geta að þær stuðla að ró , öryggi og aga.

Í mætti málsins (markviss málörvun) erum við enn í ,,Ég‘‘ í orðaforðakennslunni okkar. Í hljóðainnlögninni fjöllum við um stafinn/hljóðið ,,B‘‘. Hugtakaskilningur heldur sínum sessi sem og stafainnlögn 5 ára barna. Í tákn með tali eru táknin ,,glaður‘‘ og ,,leiður‘‘. Tákn með tali (TMT) er málörvandi fyrir öll börn og því óhætt að hvetja foreldra og kennara sérstaklega yngri barna að nota TMT sem skemmtilegt málörvunartæki. Einnig ber þess að geta að TMT nýtist vel börnum sem búa við fjöltyngi.

Eigið dásamlega viku.

© 2016 - Karellen