Innskráning í Karellen
news

Hreinskiptni er orð vikunnar

21. 01. 2020

Sæl veriði kæru vinir

Nú hefst önnur vika í jákvæðnilotunni okkar. Lotulykill þessarar viku er orðið Hreinskiptni. En að vera hreinskiptin/n í samskiptum teljum við vera mikinn kost ef það er sett fram á jákvæðan hátt. Við munum gera æfingar og hafa umræðu um það sem hver og ein/n vill fyrir sjálfan/n sig og hvernig við látum aðra vita af mörkunum okkar. Það er góð hreinskiptniæfing. Í Mætti Málsins (markvissri málörvun) erum við enn í "Formum" tegnt orðaforðanum. Hljóð vikunnar er hljóðið "HN". Stærðfræðiinnlögn er hafin hjá 5 ára drengjum og stúlkum og er gaman að fylgjast með þeim þar. Í Tákn með tali eru tákn vikunnar táknin "Á morgun" og "Á eftir". Áfram höldum við einnig í hugtakaskilningnum (efla setningamyndun, rím, fornöfn o.fl) og hvetjum við ykkur foreldra að taka virkan þátt í þessu með okkur með því t.d. að lesa heima fyrir börnin. Það að lesa eða segja þeim sögu hefur áhrif á lestraáhuga þeirra, eflir læsi og orðaforða og leggur grunn að því að börnin njóti þess að lesa sjálf síðar meir.

Við minnum á Bóndadagskaffi hjá okkur næsta föstudag 24.jan´20 milli kl.14:00-15:30. Þá er karlkynið sérstaklega velkomið í heimsókn en auðvitað eru allir foreldrar velkomnir að koma.

Eigið yndislega viku framundan

© 2016 - Karellen