news

Hreinskiptni er orð vikunnar

18. 01. 2021

Sæl veriði kæru vinir

Nú hefst önnur vika í jákvæðnilotunni okkar. Lotulykill þessarar viku er orðið Hreinskiptni. En að vera hreinskiptin/n í samskiptum teljum við vera mikinn kost ef það er sett fram á jákvæðan hátt. Við munum gera æfingar og hafa umræðu um það sem hver og ein/n vill fyrir sjálfan/n sig og hvernig við látum aðra vita af mörkunum okkar. Það er góð hreinskiptniæfing.

Í orðaforðakennslunni leggjum við áherslu á umhverfi (úti). Tivalið er að fara út og skoða nánasta umhverfið, virða fyrir sér útsýnið, fara í vettvangsferðir og stækka þannig nær umhverfið. Hljóð vikunnar eru ,,I’’ og ,,Y’’. Í tákni með tali eru táknin ,,stóll’’ og ,,borð’’. Þula vikunnar er ,,Þulan um þorrann’’ og lög vikunnar eru Skýin, Vikivaki, Nú er úti norðanvindur. Áfram höldum við einnig í hugtakaskilningnum (efla setningamyndun, rím, fornöfn o.fl) og hvetjum við ykkur foreldra að taka virkan þátt í þessu með okkur með því t.d. að lesa heima fyrir börnin. Það að lesa eða segja þeim sögu hefur áhrif á lestraáhuga þeirra, eflir læsi og orðaforða og leggur grunn að því að börnin njóti þess að lesa sjálf síðar meir.

Eigið yndislega viku framundan

© 2016 - Karellen