Innskráning í Karellen
news

Hugarfrelsi

09. 11. 2018

Síðastliðinn mánudag var starfsdagur hjá okkur á Velli. Þann dag fóru allir starfsmenn Vallar á áhugavert námskeið sem heitir Hugarfrelsi og er foreldrafélag Vallar að styrkja starfsmenn á þetta námskeið. Við erum afar þakklát fyrir það, takk fyrir okkur. Þetta er námskeið í tveimur hlutum og á mánudaginn vorum við á fyrri hlutanum. Seinni hluturinn verður haldinn eftir áramót. Á þessu námskeiði var okkur kennurum kennt að nota einfaldar aðferðir til að efla sjálfsmynd og vellíðan okkar sjálfra sem og nemenda okkar. Okkur var m.a. kennt öndunaræfingar, liðkandi -og slökunaræfingar sem og hugleiðslusögur voru sagðar.

Með Hugarfrelsi er átt við það frelsi sem hverjum manni er unnt að öðlast þegar hugurinn hefur ekki lengur neikvæð áhrif á daglegt líf. Frelsi frá áhyggjum, kvíða og ótta. Hugarfrelsi til þess að blómstra, frelsi til að nýta hæfileika sína sem best, frelsi til að velja hugsanir sínar sér og öðrum til gagns.

Þessi aðferðafræði þykir okkur einstaklega áhugaverð, gefandi og alveg mögnuð og finnst hún passa vel inní okkar starf. Við erum strax byrjuð að vinna með þetta og ætla að þróa þetta inní okkar starf. Við erum spennt að sjá hvaða áhrif þetta mun hafa. Allaveganna á miðað við fyrstu vikuna að þá lofar þetta góðu.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um þessa skemmtilegu hugmyndafræði á síðunni; https://hugarfrelsi.is/

© 2016 - Karellen