Innskráning í Karellen
news

Jákvæðnilota hefst

07. 01. 2020

Góðan og blessaðan daginn.

Gleðilegt og gæfuríkt ár til ykkar kæru vinir og takk fyrir það gamla.

Nú eru jólin formlega liðin og áfram höldum við að efla okkar yndislegu nemendur í leik og starfi. Í Kynjanámskránni hjá okkur í Hjallastefnunni hefst í dag Jákvæðnilota. Þessi lota er annað stig einstaklingsþjálfunar. Lykilhugtökin í þessari lotu eru nokkur og byrjum við á orðinu ákveðni. Að sýna ákveðni á jákvæðan hátt teljum við vera mikin kost að bera og standa með sjálfri sér og munum við æfa okkar nemendur í því. Jákvæðni er alltaf í fyrirrúmi alla daga skólaársins en með að hafa ákveðna jákvæðislotu gefur okkur tækifæri til að formgera jákvæðniæfingar. Þessar æfingar eru t.d. að vinna með jákvæð orð, jákvæðar setningar, búa kannski til leikrit um jákvæða og neikvæða hegðun og syngja gleðisöngva. Meir um þetta síðar.

Í Markvissri málörvun eða Mætti Málsins, eins og við viljum kalla þetta, að þá hefjum við nýja önn á nýju orðaforðahugtaki sem kallast FORM. Hljóð vikunnar er mjúka G (laga-saga o.s.frv.) og Tákn vikunnar eru táknin "Núna" og " Í dag". Elstu börnin okkar eru búin að vera afskaplega dugleg fyrir áramót í stafainnlögn en núna hvílum við aðeins þá innlögn og förum í stærðfræðina. Það verður aldeilis spennandi og skemmtilegt. Minnum þó á að ef einhverjir eru byrjaðir að hljóða og vilja æfa sig í lestri að þá er ekkert mál að fá lánaðar lestrarbækur heim til að æfa sig í.

Eigið yndislega viku.

© 2016 - Karellen