news

Kærleiksríkar og kappsfullar stúlkur

18. 02. 2020

Nú sem aðra daga ríkir svo sannarlega vinátta á Velli. Stúlkurnar á græna kjarna hafa sýnt það í verki með því að heimsækja vinkonur og vini á yngri kjörnum, þar hafa þær fullar umhyggju og kærleika aðstoðað í fataklefa fyrir útiveru.

Verkefnið fyllti þær kappi og í spjalli við Röggu kennara sinn sýndu þær áhuga á að ráða sig til starfa á Velli. Að sjálfsögðu tók Hulda leikskólastjóri vel í hugmyndina. Myndin segir meira en mörg orð. Njótið :)

© 2016 - Karellen