Innskráning í Karellen
news

Kærleiksvika á Velli

11. 03. 2019

Heil og sæl. Þá er komið að lokum í Vináttulotunni okkar og er uppskeruvika vináttulotu þessa vikuna. Þessa viku köllum við Kærleiksviku. Þá förum við yfir farinn veg síðustu vikna og gerum eitthvað skemmtilegt eins og okkur er lagið tengt Vináttunni, sannkölluð vinavika framundan. Við þökkum góða mætingu í foreldraviðtölin síðasta laugardag en minnum á að ef einhver sem komst ekki og vill viðtal að hafa þá samband við hópakennara barnsins og saman finnið þið hentugan tíma.

Áfram höldum við í Mætti málsins (markvissri málörvun) og í dag hefjum við nýtt orðaforðahugtak sem við munum efla orðaforða barnanna í næstu þrjár vikurnar. Þetta orðaforðahugtak er "Dýr" og í tengslum við það mun koma nýtt orðaforðatré á hvern kjarna sem nemendur og kennarar vinna í að gera. Hljóð vikunnar er hljóðið "Æ" og í Tákn með tali eru táknin "Mjúkur" og "Harður" tákn vikunnar. Þetta er smá sýnishorn af áherslum þessarar viku en auðvitað eru margir þættir sem við höldum áfram í að efla sbr. félagsfærni, hreyfingu, list og sköpun og fleira og fleira. Af nógu er að taka og allt í gegnum leikinn. Lífið er leikur.

Eigið góða viku kæru vinir

© 2016 - Karellen