Innskráning í Karellen
news

Kærleiksvika í Vináttulotunni

12. 03. 2018

Uppskeruvika vináttulotu er þessa vika. Þá förum við yfir farinn veg síðustu vikna og gerum eitthvað skemmtilegt eins og okkur er lagið tengt Vináttunni, sannkölluð vinavika. Í Mætti málsins er önnur vika hafin í Dýrunum (orðaforðanum) og í hljóðainnlögninni er "A" hljóð vikunnar. Núna fram að páskum hefjum við smá upprifjun í tákn með tali og förum yfir farinn veg og æfum okkur í þeim táknum sem við höfum lagt inn fram til þessa. Alltaf gott að stoppa aðeins og líta yfir farinn veg stökum sinnum. Ásamt málörvun og kynjanámskránni sem við erum alltaf að æfa okkur í og fleiri þáttum að þá erum við farin að undirbúa listahátíð barna sem verður í lok apríl. Allir leikskólar taka þátt í að setja þessa sýningu upp og við á Velli látum ekki deigan síga í þeim málunum. Yfirskript þessarar hátíðar er; "Börn um víða veröld". Sýning þessi verður öllum opin og sett upp í sal Duus húsa og nánar auglýst síðar. En eins og sjá má er alltaf fjör á Velli, nóg um að vera.

Eigið frábæra viku kæru vinir.

© 2016 - Karellen