Innskráning í Karellen
news

Kærleikur er orð vikunnar

04. 03. 2019

Góðan daginn kæru vinir á þessum skemmtilega degi sem Bolludagurinn er! Á morgun er svo Sprengidagur og svo á miðvikudaginn fögnum við Öskudegi með að mæta í búning og eigum skemmtilegan dag. Í faglegu starfi að þá hefjum við fjórðu vikuna í Vináttulotunni og er það merki þess að tíminn er fljótur að líða. Tíminn líður hratt þegar það er gaman. Lotulykill þessarar viku er orðið "Kærleikur". Kærleikur er oft skilgreindur sem hvert góðverk sem við vinnum, brosið sem við sendum öðrum, faðmlög sem við gefum, huggun til þeirra sem líða illa og gjafmildi til þeirra sem það þarfnast. Sumir segja að mikilvægasta skilgreiningin á kærleika er umhyggja okkar fyrir öðrum. Hvað er betra en að styrkja þessa þætti til að efla vináttuna. Vinakærleikann. Algjör dásemd.

Í Mætti málsins (markvissu málörvuninni) er hljóð vikunnnar hljóðið "au". Við klárum síðustu vikuna í orðaforðahugtakinu " Umhverfi (inni)" og í tákn með tali eru tákn vikunnar "kubba" og "leira". Ásamt þessu höldum við ótrauð áfram í öðrum þáttum að efla hljóðkerfisvitundina í leik og söng og stærðfræðinni hjá þeim elstu. Bara gleði og gaman.

Við minnum á foreldraviðtölin sem verða í boði næstkomandi laugardag 9.mars fyrir hádegi. Endilega skráið ykkur ef þið viljið fá viðtal. Skráningarblöð hanga frammi hjá tilkynningartöflum hvers kjarna.

Vonum að þið eigið dásamlega viku

© 2016 - Karellen