Innskráning í Karellen
news

Kærleikur er umhyggja

05. 03. 2018

Heil og sæl kæru vinir. Nú hefjum við fjórðu vikuna í Vináttulotunni og er það merki þess að tíminn er fljótur að líða. Lotulykill þessarar viku er orðið "Kærleikur". Þegar við veltum meiningu þessa orðs fyrir okkur að þá eru ýmsar skilgreiningar til. Kærleikur er oft skilgreindur sem hvert góðverk sem við vinnum, brosið sem við sendum öðrum, faðmlög sem við gefum, huggun þá sem líða illa og gjafmildi til þeirra sem þarfnast. Sumir segja að mikilvægasta skilgreining á kærleika er umhyggja okkar fyrir öðrum. Hvað er betra en að styrkja þessa þætti til að efla vináttuna. Vinakærleikann. Dásemd!

Í Mætti málsins (markvissu málörvuninni) okkar er hljóð vikunnnar hljóðið "Æ". Við byrjum á nýju orðaforðahugtaki og skellum okkur í "Dýrin". Þá setjum við upp nýtt orðaforðatré. Í Tákn með tali eru tákn vikunnar "mjúkur" og "harður". Ásamt þessu höldum við ótrauð í öðrum þáttum að efla hljóðkerfisvitundina í leik og söng. Bara gleði.

Við minnum á Vináttuhressinguna okkar sem verður núna á fimmtudaginn þann 8.mars næstkomandi kl.14-15:30. Þá er foreldrum velkomið að kíkja í heimsókn.

Vonum að þið eigið dásamlega viku

© 2016 - Karellen