news

Kurteisi er orð vikunnar

13. 09. 2021

Heil og sæl kæru vinir

Í dag hefjum við viku þrjú í agalotu. Kurteisi er lotulykill vikunnar. Við munum æfa nemendur okkar í kurteisi og mannasiðum, æfum okkur í að heilsast og kveðjast, lærum ýmsa borðsiði og hvernig við göngum um fataklefann okkar.

Í orðaforðakennslunni þessa viku leggjum við áherslu á yfirhugtakið ,,matur’’. Hljóð vikunnar er ,,B’’. Þula vikunnar er ,,Faðir þinn er róinn, að sækja fisk á sjóinn’. Söngvar vikunnar eru ,,Agadú’’ og ,,Mér finnst gott að borða’’. Elstu nemendur okkar eru komnir á fullt í stafainnlögn og er gaman að fylgjast með þeim.

Í leikskólanum notumst við mikið við Lubbi finnur málbein, en um er að ræða bæði bók og söngva. Bókin/lögin um Lubba er hugsuð til málörvunar og hljóðnáms fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Hér fyrir neðan er slóð á lag með hljóði vikunnar (B).

https://www.youtube.com/watch?v=Hz_LpvgI6Tg

Eigið yndislega viku kæru vinir

© 2016 - Karellen