Innskráning í Karellen
news

Kurteisi er orð vikunnar

10. 09. 2018

Heil og sæl kæru vinir

Í dag hefjum við viku þrjú í agalotu. Kurteisi er lotulykill vikunnar. Við munum æfa nemendur okkar í kurteisi og mannasiðum, æfum okkur í að heilsast og kveðjast, lærum ýmsa borðsiði og hvernig við göngum um fataklefann okkar. Í Mætti málsins erum við enn í "ÉG" í orðaforðanum og er stafurinn "D" hljóð vikunnar. Í Tákn með tali tökum við fyrir táknin "Fara í röð" og "vinur". Elstu nemendurnir halda áfram í sinni stafainnlögn sem og hugtakaskilningur verður þjálfaður hjá 3 ára og eldri. Mikið fjör og gaman.

Eigið yndislega viku kæru vinir

© 2016 - Karellen