Innskráning í Karellen
news

Kurteisisvika

11. 09. 2017

Sæl aftur kæru foreldrar og vinir

Þá er vika þrjú komin í allri sinni dýrð. Kurteisi er lotulykill vikunnar í kynjanámskránni okkar og munum við æfa það með ýmsum æfingum. Þjálfun í kurteisi og mannasiðum, æfing í að heilsast og kveðjast, borðsiðir og umgengni um fataklefa eru raunveruleikatengd verkefni í þessari lotu. Í Mætti málsins erum við enn í "ÉG" í orðaforðanum og er stafurinn "D" hljóð vikunnar. Í Tákn með tali tökum við fyrir táknin "Leika sér" og "borða". Elstu nemendurnir halda áfram í sinni stafainnlögn sem og hugtakaskilningur verður þjálfaður hjá 3 ára og eldri. Eins og sjá má er nóg um að vera og allt gert í gegnum leikinn. Mikið fjör og gaman. Við minnum á að næstkomandi föstudag er starfsdagur hjá okkur í leikskólanum og þá er leikskólinn lokaður. Eigið yndislega viku kæru vinir

© 2016 - Karellen