Innskráning í Karellen
news

Mikilvægar dagsetningar

27. 11. 2019

Kæru vinir

Nokkrar mikilvægar dagsetningar nú á aðventunni.

Þann 6.des frá kl.14:00-15:30 bjóða nemendur foreldrum og forráðamönnum að koma og kíkja til

okkar í kaffi og piparkökur.

Miðvikudaginn 11.des kl.9:30 koma félagarnir í leikhópnum Vinir og sýna okkur jólaleikrit sem er

í boði foreldrafélagsins.

Föstudaginn 13.des er svo hátíðarsöngfundur og jólamatur.

Útskriftahópur fer í heimsókn á Byggðasafnið til hans Helga sem ætlar að fræða þau um jólasveinana. Grænikjarni fer þriðjudaginn 17.des kl.10:30 og Gulikjarni fer fimmtudaginn 19.des kl.10:30.

Mánudaginn 6.jan er sparifatadagur hjá okkur í leikskólanum.

Og að lokum viljum við minna á að leikskólinn er lokaður dagana 27 og 30.des og við hittumst hress og kát fimmtudaginn 2.jan.

Kær jólakveðja

Starfsfólk og nemendur

© 2016 - Karellen