Innskráning í Karellen
news

Nálægð er orð vikunnar

27. 02. 2018

Sæl verið þið

Við byrjum þriðju vikuna af Vináttulotu þar sem orð vikunnar er "Nálægð". Þetta er þriðji þátturinn í félagsþjálfun, með þessu er verið að gefa kost að vinna með tilfinningar, þar sem æft er nálægð, snerting og umhyggja fyrir náunganum. Dæmi um nálægðaræfingar geta verið fótaþvottur, andlistmálun, spegla sig til að horfa á sjálfan sig og læra að tala hlýlega til sín sjálfs og annarra, sitja saman í röð til að nudda herðar og háls, læra að hugga vini sína.

Í Mætti málsins vinnum við áfram í orðaforðakennslu með "Húsbúnað og búsáhöld". Hljóð vikunnar er hljóðið "AU" (auga, aur, augnablik...). Við höldum áfram að vinna í hljóðkerfisþáttum eins og rím, afstæðuhugtök, eignarfornöfn, fornöfn, samsett orð og margræð orð o.s.frv. Tákn vikunar er "Kalt" og "Heitt".

Við vonum að þið eigið svo frábæra viku!

© 2016 - Karellen