news

Opin vika í Agalotunni

25. 09. 2019

Komið þið blessuð og sæl kæru foreldrar og vinir

Þessi vika er opin vika í Aga- lotunni okkar. Hún er tileinkuð framkomu. Í þessari viku tökum við saman það sem við höfum lært undanfarnar vikur í kynjanámskránni þ.e. tengt orðum sem tengist aga, þessi orð eru virðing, hegðun, kurteisi og framkoma. Börnunum þykir ekki leiðinlegt að kynnast þessum orðum enda er það gert í gegnum leik og söng. Krakkarnir finna það og kennararnir vita að með þetta að leiðarljósi er markmiðið að kenna sjálfstjórn, því ef við náum henni vel þá ganga hlutirnir betur og okkur líður einnig betur. Hafa ber í huga að agaiðkun fer fram allt skólaárið.

Í málörvuninni höldum við áfram og í orðaforðanum fræðumst við meir um ,,Líkama og hreyfingu‘‘. Hljóð vikunnar er ,,L‘‘. Í tákn með tali leggjum við inn táknin ,,klæða sig‘‘ og ,,þvo sér‘‘. Stafainnlögnin hjá 5 ára börnunum heldur áfram og við höldum áfram að styrkja hugtakaskilning sem og hljóðkerfisvitundina. Við minnum á orðaforðatrén og endilega ef þið viljið bæta orðum á þau þá er það alltaf í boði.

Eigið dásamlega viku.

© 2016 - Karellen