Innskráning í Karellen
news

Öryggi er orð vikunnar

14. 10. 2019

Sæl veriði

Þriðja vikan í sjálfstæðislotu hefst með þessum dásamlega mánudegi. Lotulykill vikunnar er "Öryggi". Að upplifa öryggi er flestum ef ekki öllum mjög mikilvægur þáttur í lífinu. Orðið öryggi er viðamikið og hefur verið víkkað út og síðan þrengt að ákveðnum samfélagslegum þáttum. Eitt dæmi er félagslegt öryggi sem börn og fleiri sækjast eftir innan vinahópsins og í umhverfinu. En til að sækjast eftir því er mikilvægt að kenna börnum að styrkja sjálfan sig, líða vel og hafa trú á eigin getu í stað þess að reyna að passa inní skammtað pláss- eins fyrir alla.

Í orðaforðakennslunni okkar höldum við áfram að styrkja litina og má segja með sanni að litrík vika er framundan. Hljóð vikunnar er hljóðið " T " og í tákn með tali leggjum við áherslu á táknin "Blað" og "Sækja".

Eigið litríka viku kæru vinir

© 2016 - Karellen