Innskráning í Karellen
news

Öryggi er orð vikunnar

12. 10. 2020

Sæl kæru vinir

Þriðja vikan í sjálfstæðislotu hefst með þessum dásamlega mánudegi. Lotulykill vikunnar er "Öryggi". Að upplifa öryggi er flestum ef ekki öllum mjög mikilvægur þáttur í lífinu. Orðið öryggi er viðamikið og hefur verið víkkað út og síðan þrengt að ákveðnum samfélagslegum þáttum. Eitt dæmi er félagslegt öryggi sem börn og fleiri sækjast eftir innan vinahópsins og í umhverfinu. En til að sækjast eftir því er mikilvægt að kenna börnum að styrkja sjálfan sig, líða vel og hafa trú á eigin getu í stað þess að reyna að passa inní skammtað pláss- eins fyrir alla.

Í orðaforðakennlunni okkar þessa vikuna eru ,,litir’’ og ,,V’’ er hljóð/stafur vikunnar. Þula vikunnar er ,,Græn eru laufin’’ og söngvar vikunnar eru ,,Ding dong’’ og ,,Ég er gula blómið fína’’. Í tákni með tali eru tákn vikunnar ,,gulur’’ og ,,rauður’’.

Föstudaginn 16. október er starfsdagur kennara hér á Velli og því er leikskólinn lokaður þann dag.

Eigið dásamlegan dag kæru vinir.

English below

Hello dear friends

The third week of the Sjálfstæðislota begins on this wonderful monday. This week the theme of Sjálfstæðislota is ,, sence of security’’. Experiencing sence of security is very important part of life. It is important to teach children to strengthen themselves, feel good and have faith in their own abilities, instead of trying to fit into the allotted space for everyone.

In vocabulary teaching this week we will focus on "colors" and "V" are the sound / letter of the week. The rhyme of the week is "Græn eru laufin" and the songs of the week are "Ding dong" and "Ég er gula blómið fína". In the sign language the words are "yellow" and "red".

Friday 16 October is the working day of teachers here at Velli and therefore the kindergarten is closed that day.

Have a wonderful day dear friends.

© 2016 - Karellen