news

Samstarf með Bryndísi talmeinafræðing

08. 03. 2021

Talmeinafræðingurinn okkar, Bryndís Guðmundsdóttir, hefur um árabil séð um greiningar og ráðgjöf til okkar á Velli vegna barnanna okkar, tengt málþroska, orðaforða, framburði og hljóðkerfisþáttum og ýmsu öðru.

Við höfum aukið samstarfið en í vetur hefur Bryndís heimsótt hvern kjarna, fylgst með starfinu og komið með góðar ábendingar í samstarfi við okkar frábæra starfsfólk. Þá hefur Bryndís verið með sérstaka fræðslu fyrir starfsfólk í tveimur lotum á starfsdegi og á starfsfólksfundi.

Við erum ríkari af og erum að undirbúa enn frekara samstarf næsta haust. Hér á Velli eru allir spenntir og tilbúnir að bæta stöðugt við sig þekkingu á þessu sviði. Málþroski, orðaforði og hljóðkerfisvitund er undirstaða náms og þess að börnin okkar nái sem bestum árangri í framtíðinni. Starfsfólk á Velli leggur áherslu á að börnin okkar nái sem bestri undirbúningsfærni fyrir læsi og síðara nám og því er samstarfið okkur mjög mikilvægt.

© 2016 - Karellen