Innskráning í Karellen
news

Samstöðuvika og piparkökukaffi

02. 12. 2019

Sæl veriði.

Nú er desembersmánuður hafinn í allri sinni dýrð. Þessa vikuna er Samstöðuvika á Velli en það er uppskeruvika Samskiptalotu sem hefur verið hér síðastliðnar vikur. Í þeirri lotu höfum við lagt mikla áherslu að fræða börnin okkar um hvað einkennir góð samskipti, afhverju þau eru mikilvæg og hvernig við berum okkur að í samskiptum við samferðafólk okkar í lífinu. Orð eins og umburðarlyndi, víðsýni, samstaða og hjálpsemi höfum við unnið markvisst með í leik og starfi með okkar yndislegu nemendum.

Í Mætti Málsins sem er okkar markvissa málörvun hér á Velli höldum við áfram að leggja inn hljóð vikunnar en að þessu sinni er það hljóðið "Ð". Í orðaforðanum leggjum við lokahnykkinn á Orðaforðahugtakið "Tölur" og í Tákn með Tali eru táknin " Margir" og "Enginn" tákn vikunnar. Að styrkja hljóðkerfisvitund nemenda okkar höldum við áfram í sbr. að vinna með ýmis hugtök eins og rím, fornöfn, afstöðuhugtök, margræð orð, setningmyndun, andstæður o.s.frv.

Við minnum á piparkökukaffið hjá okkur næstkomandi föstudag 6.des frá kl.14:00-15:30. En þá bjóða börnin á Velli foreldrum sínum og/eða forráðamönnum að koma í heimsókn og bragða á gómsætum og velskreyttum piparkökum sem þau hafa skreytt fyrir tilefnið. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.

Eigið yndislega viku kæru vinir

© 2016 - Karellen