Innskráning í Karellen
news

Sjálfstæðislotan hefst á Velli

28. 09. 2020

Komið þið sæl og blessuð kæru vinir.

Þá hefst lota númer tvö samkvæmt kynjanámskrá Hjallastefnunnar en það er Sjálfstæðislotan. Lotulyklar hennar eru sjálfstyrking, sjálfstraust, öryggi og tjáning. ,,Sjálfstyrking‘‘ er lotulykill þessarar viku. Athygli og hvatning er kjarni þessarar lotu. Kennarar leggja sig fram við að nálgast hvern og einn nemanda og sannfæra bæði nemandann og fjölskylduna um óendanlegan vilja skólans til að hafa þennan einstakling í fyrsta sæti. Framsagnaræfingar eru góðar í þessari lotu og þjálfun í að tjá tilfinningar er mikilvægur þáttur, t.d. að ræða um hvernig þeim líður þegar þau koma í skólann, teikna myndir og ræða um það sem er best í skólanum eða hvenær þeim líður illa og hvað hægt sé að gera í því. Beinar æfingar í jákvæðri tjáningu um sjálfa/n sig er frábært.

Í orðaforðakennslunni ætlum við að leggja áherslu á ,,fatnað’’. Í hljóðainnlögn eru stafirnir/hljóðið ,,Í’’ og ,,Ý’’ og í tákni með tali eru táknin ,,buxur’’ og ,,peysa’’. Þula vikunnar er ,,Buxur, vesti, brók og skó,, og lag vikunnar er ,,Þegar barnið í föt sín fer’’. Við höldum áfram að styrkja hugtakaskilninginn sbr. afstöðuhugtök, fornöfn, setningamyndun o.fl.sem og að fimm ára börnin halda áfram í stafainnlögn.

Eigið dásamlega viku kæru vinir.

English below

Hello dear friends.

The lota (cycle) number two begins according to the gender curriculum of Hjallastefnan, which is Sjálfstæðislota . Its keys points are self-empowerment, self-confidence, sense of security and expression. This week the theme of Sjálfstæðislota is "self-empowerment". Attention and motivation are the main focus of Sjálfstæðislota. Teachers strive to approach each student and convince both the student and the family of the school's infinite desire to have this individual in the first place. Speaking exercises are good in this session and training in expressing emotions is an important factor, e.g. to talk about how they feel when they come to school, draw pictures and talk about what is best at school or when they feel bad and what can be done about it. Direct exercises in positive expression about oneself is great.

In vocabulary teaching, we will focus on "clothing". In the letter sound program we have now "Í" and "Ý" and in the sign language the words are "trousers" and "sweater". The rhyme of the week is "Buxur, vesti, brók og skó" and the song of the week is ,,Þegar barnið í föt sín fer’’. We continue to strengthen the concept of understanding, cf. positional concepts, pronouns, sentence formation, etc. and that the five year old children will continue to learn letters.

Have a wonderful week dear friends.

© 2016 - Karellen