news

Sól og sæla

27. 05. 2019

Sæl og blessuð kæru vinir

Framundan er dásamleg vika með fjórum virkum dögum sem við munum nýta af kappi til að gleðjast með okkar nemendum í gleði og söng. Sólin og sumarið hefur heldur betur leikið við okkur síðustu daga, því ber að fagna. Við höfum verið mikið úti síðastliðna daga að njóta góða veðursins. Það er vel við hæfi þar sem orðaforðakennsla vikunnar er einmitt ,,Vorið og sumarið‘‘ og börnin fá þess vegna tækifæri á að breikka orðaforða sinn hvað það varðar. Í hljóðainnlögninni er Ó hljóð/stafur vikunnar og jafnframt síðasta hljóðið í formlegri innlögn þennan veturinn. Við tekur svo upprifjun sem er svo mikilvæg. Í tákn með tali eru orðin ,,duglegur‘‘ og ,,gaman‘‘.

Við minnum á að leikskólinn er lokaður fimmtudaginn 30. maí en þá er Uppstigningardagur.

Við vonum að þið eigið góða viku framundan.

© 2016 - Karellen