Innskráning í Karellen
news

Stutt vika vegna starfsdaga

07. 05. 2018

Sæl veriði kæru foreldrar. Vika þessi verður stutt í leikskólanum þar sem næstkomandi miðvikudag, fimmtudag og föstudag verður leikskólinn lokaður vegna starfsdaga (miðvikudag og föstudag) og Uppstigningardags (fimmtudag). Á þessum starfsdögum mun nánast allur starfsmannahópur Vallar skella sér út fyrir landssteinanna, til Brighton, í námsferð þar sem við förum á námskeið í Numicon og Mindfulness (núvitund). Í viðbót við þetta förum við í tvær skólaheimsóknir. Það verður gaman að koma aftur í vinnu eftir helgi full af fróðleik og leyfa börnunum og ykkur foreldrum að heyra hvað við lærðum og sáum.

En í dag og á morgun er skóli opinn og þá er fjör og gaman með yndislegum börnum! Í dag byrjum við á nýju orðaforðahugtaki sem heitir "Sumar". Í þessu hugtaki munum við efla orðaforðann næstu 3 vikurnar. Á er hljóð vikunnar og í tákn með tali er "grænn" og "blár" tákn vikunnar.

Eigið yndislega viku kæru vinir

© 2016 - Karellen