Innskráning í Karellen
news

Sumarhátíð á Velli

29. 06. 2020

Þann 25. Júní sl. var haldin sumarhátíð hér á Velli. Hátíðin var með breyttu sniði þar sem foreldrar komu ekki vegna Covid-19. Við fengum skemmtilega heimsókn frá Leikfélagi Keflavíkur sem tóku atriði úr leiritinu um Benedikt búálf og Ávaxtakörfunni. Eftir atriðið gáfu leikararnir sér góðan tíma með börnunum, spjölluðu við þau og léku við þau á útisvæði. Eftir að leikararnir hurfu á braut tók við annað skemmtilegt atriði, en hún Aneta zumbakennari kom og kenndi börnum sem og fullorðnum nokkra fjöruga zumbatakta. Eftir skemmtilega hreyfingu var svo boðið uppá grillaðar pylsur sem runnu ljúft niður. Eftir hádegi var svo boðið uppá hoppukastala. Frábær dagur í alla staði og ekki annað að sjá en að bæði ungir sem aldnir hafi skemmt sér ljómandi vel.

© 2016 - Karellen