Innskráning í Karellen
news

Sumarið er tíminn...

04. 06. 2018

Góðan og gleðilegan dag kæru foreldrar og vinir.

Við viljum þakka foreldrum og öðrum aðstandendum sem komu á föstudaginn síðastliðinn og glöddust með kennurum og börnum, bæði við útskriftina sem og sumarhátíðana. Það var virkilega gaman að sjá hversu margir sáu sér fært um að mæta og gaman að það rættist úr veðrinu. Að þessu sinni voru 18 börn í útskriftarhópnum, þrettán drengir og fimm stúlkur. Útskriftarathöfnin hófst með því að börnin sungu tvö lög fyrir gestina við undirleik Eðvalds Freys Ómarssonar. Karen Viðarsdóttir og Steinunn Gyða Guðmundsdóttir (stjórnendur) afhentu síðan útskriftarbörnunum ,,óskastein‘‘, rós og leikskólamöppu sem innihalda myndir sem þau hafa teiknað í gegnum tíðina í leikskólanum. Það er óhætt að segja að þessi dásamlegu börn eigi framtíðina fyrir sér. Við þökkum þessum yndislegu börnum og foreldrum fyrir samveruna á liðnum árum og óskum þeim góðs gengis á nýjum vettvangi. Við eigum eftir að sakna þeirra en eigum þó enn eftir að eiga nokkrar stundir saman áður en þau byrja í skólanum. Sumarhátíðin gekk einnig framar vonum og vonum við að allir, stórir jafnt sem smáir hafi skemmt sér vel.

Við höldum áfram í upprifjun hvað varðar Mátt málsins (markviss málörvun) og hjallíska þætti. Upprifjunin er svo gríðarlega mikilvæg í öllu námi.

Kærar sumarkveðjur

© 2016 - Karellen