Innskráning í Karellen
news

Þriðja vikan í Samskiptalotu

18. 11. 2019

Sæl veriði

Vindurinn hvín og blæs um eyrun okkar í dag. En þrátt fyrir það er dagurinn góður og spennandi og vikan full af nýjum tækifærum og skemmtilegheitum. Við höldum áfram í Samskiptalotunni okkar og þessa vikuna fjöllum við um "Víðsýni". Víðsýni þroskar gagnrýna hugsun og með víðsýni er leitast við að sjá mismunandi sjónarmið og leita lausna. Allt nám eykur víðsýni. Viðsýnt viðhorf hægir líka á tímanum og kennir okkur að njóta augnabliksins og kapphlaup við tímann rennur sitt skeið.

Í Mætti Málsins setjum við upp nýtt orðaforðatré þessa vikuna en það tré verður tileinkað "Tölum". Hljóð vikunnar er hljóðið "K" og í Tákn með tali eru táknin " Húfa" og "Skór" tákn vikunnar. Haldið verður áfram að vinna með hugtakaskilning hjá nemendur 3 ára og eldri og vinna með stafina hjá þeim elstu heldur áfram.

Eigið frábæra viku kæru vinir.

© 2016 - Karellen