Innskráning í Karellen
news

Þriðja vikan í jákvæðnilotu ...

22. 01. 2018

Heil og sæl. Þriðja vikan í Jákvæðnislotu hefst nú af kappi með bros á vör. Mikilvægt er að fjalla um jákvæðnina í allri þeirri mynd sem hún birtist. Það höfum við gert síðustu tvær vikur með þeim lotulyklum sem voru þá; ákveðni og hreinskiptni. Þriðji lotulykill þessarar viku er orðið bjartsýni. Að leggja inn það orð gerum við m.a. með því að segja nemendunum okkar frá því hvernig bjartsýnin birtist hjá fólki og hvernig hún hefur komið fram í afrekum mannkynssögunnar. Þar er frá mörgu að segja. Í Mætti Málsins búum við til nýtt orðaforðatré sem er tileinkað "Mat". Hljóð vikunnar er hljóðið "S". Í Tákn með tali tökum við fyrir táknin "borða" og "drekka". Elstu nemendurnir okkar halda áfram að efla sig í stærðfræðinni á meðan aðrir efla þætti í hljóðkerfisvitundinni s.s. samsett orð, margræð orð, rím, hljóðtenginu o.s.frv.

Eigið yndislega viku kæru vinir

© 2016 - Karellen