news

Tjáning er lotulykill vikunnar

19. 10. 2020

Sæl veriði kæru vinir.

Í dag hefst fjórða vikan í Sjálfstæðislotunni okkar. Lotulykill þessarar viku er orðið "Tjáning". Það að geta tjáð sig er mikilvægur eiginleiki fyrir hvern og einn að hafa í lífinu. Við viljum að nemendurnir okkar tjái sig og finni það öryggi að þau geta það alltaf í hvaða aðstæðum sem er. Það er þó þannig að ekki er öllum þessi eiginleiki í blóð borinn og við misjöfn eins og við erum mörg. Ástæðurnar fyrir því geta verið margar. En útaf því teljum við afar mikilvægt að þjálfa þennan þátt sem og aðra hjá okkar nemendum. Þetta er liður í einstaklingsþjálfunni okkar hjá Hjallastefnunni.

Í orðaforðakennslunni þessa vikuna leggjum við áherslu á ,,dýr’’. Hljóð/stafur vikunnar er ,,J’’ og í Tákni með tali eru tákn vikunnar ,,kisa’’ og ,,hundur’’. Þula vikunnar er ,,Sungu með mér svanur, örn’’ og söngvar vikunnar eru ,,Krumminn á skjánum’’, ,,Fimm litlir apar’’, ,,Fiskarnir tveir’’ og ,,Fljúga hvítu fiðrildin’’. Að efla nemendur okkar í hljóðkerfisvitund er markmið hjá 3-6 ára börnum hjá okkur, eins og margir vita. Að efla þau í hljóðkerfisvitund gerum við allt í gegnum leik með mismunandi hætti og fer eftir þroska barna hverju sinni hvað er æft. Með þessu er átt við að við erum að æfa nemendur okkur í rími, setningarmyndun, fornöfnum, andstæðum, afstöðuhugtökum, margræðum orðum o.s.frv. Stafainnlögn heldur sínu striki hjá elstu nemendum okkar.

Eigið dásamlega viku kæru vinir.

English below

Hello dear friends. Today begins the fourth week of our Sjálfstæðislota. This week the theme of Sjálfstæðislota is "Expression". Being able to express oneself is an important quality for everyone to have in life. We want our students to express themselves and feel secure that they will always get it in any independent way. However, not all of these qualities are passed on in our blood, and we are as diverse as we are many. There can be many reasons for this. But because of that, we consider it very variable to train this aspect as well as others in our students. This is part of our individual training at Hjallastefna.

In this week's vocabulary teaching we focus on "animals". The sound / letter of the week is "J" and in the sign language the words of the week are "cat" and "dog". The rhyme of the week is "Sungu með mér svanur, örn" and the songs of the week are "Krumminn á skjánum", "Fimm litlir apar", "Fiskarnir tveir" and "Fljúga hvítu fiðrildin".

Have a wonderful week dear friends.

© 2016 - Karellen