Innskráning í Karellen
news

Tjáningarvika og hrekkjavaka

28. 10. 2019

Komið þið sæl og blessuð kæru vinir.

Síðasti mánudagurinn í október heilsar uppá okkur. Í síðustu vikum í sjálfstæðislotunni hafa orðin sjálfstyrking, sjálfstraust, öryggi og tjáning verið í hávegi höfð. Öll þessi orð eru svo gríðarlega mikilvæg til þess að styrkja sjálfsvitund og sjálfstraust barna í daglegu lífi. Við munum ljúka sjálfstæðislotunni þessa vikuna með Tjáningarviku (þó svo að sjálfsögðu æfum við hinar ýmsu sjálfstæðis- og sjálfstyrkingaæfingar allt skólaárið). Þá uppskerum við það sem við höfum unnið að undanfarnar vikur bæði tengt kynjanámskránni sem og í Mætti málsins (markviss málörvun). Í þessum opnu vikum kennir oft margra grasa, með leikjum, söngvum, listaverkasýningum og margt fleira.

Áfram höldum við svo ótrauð í Mætti málsins og hefjum fyrstu vikuna í orðaforðakennslunni með hugtakið ,,Fatnaður‘‘. Í hljóðainnlögninni er hljóð vikunnar ,,F‘‘. Í Tákn með tali eru tákn vikunnar ,,stígvél‘‘ og ,,úlpa‘‘.

Næstkomandi Fimmtudag, 31. október verður haldin Hrekkjavaka hér á Velli. Börnin mega þá koma þann dag í búning/náttfötum ef þau vilja.

Eigið dásamlega viku kæru vinir.

© 2016 - Karellen