news

Umhyggja er orð vikunnar

24. 02. 2020

Góðan daginn kæru vinir á þessum skemmtilega degi sem Bolludagurinn er! Á morgun er svo Sprengidagur og svo á miðvikudaginn fögnum við Öskudegi með því að mæta í búning og eigum skemmtilegan dag saman. Í dag hefjum við aðra viku í Vináttulotunni okkar og er orð vikunnar Umhyggja. Að sýna umhyggju er góður kostur að bera og hægt er að sýna hana á margan máta. Það er til dæmis hægt að sýna umhverfinu umhyggju, leikskólanum sínum, fjölskyldu sinni, kennurum sínum og samnemendum svo eitthvað sé nefnt. Þetta orð er stórt og er einn af mikilvægum þáttum í vináttunni. Í leikskólanum lærum við til dæmis að þiggja umhyggju frá öðrum og þróa hæfileikann til að veita öðrum umhyggju. Vinátta gengur meðal annars út á það að vera góður við félaga sína og virða þá. Við á Velli æfum börnin að mynda vináttutengsl, styrkja þau og efla og gætum þess að barni finnist það ekki skilið útundan, að hvert einasta barn finni að það á vin, eigi leikfélaga í leikskólanum. Það er markmið sem unnið er að, alltaf.

Í Markvissri málörvun vinnum við einnig stöðugt í og í þessari viku kynnum við nýtt orðaforðahugtak sem kallast "Umhverfi (inni)". Þar er átt við allan þann orðaforða sem í umhverfinu okkar innanhúss sbr. búsáhöld, húsgögn, leikföng o.s.frv. Næstu þrjár vikurnar verðum við að efla þennan orðaforða. Þið foreldrar megið endilega taka þátt í þessu með okkur og baða börnin uppúr orðum hvað þetta varðar. Hljóð vikunnar er hljóðið "hl" (hlusta-hlera-hlæja o.s.frv.). Í Tákn með tali eru táknin "Samverustund" og "Syngja" tákn vikunnar. Áfram höldum við einnig í stærðfræði með elstu og eflum hugtakaskilning nemenda okkar.

Eigið góða daga framundan

© 2016 - Karellen