Innskráning í Karellen
news

Útskrift og sumarhátíð

28. 05. 2018

Komið þið sæl og blessuð kæru foreldrar og vinir

Það er óhætt að segja að komandi vika verði stútfull af gleði og gaman og það verður sko nóg um að vera. Þann 1. júní n.k. verður útskriftarathöfn hjá elsta árganginum í leikskólanum. Athöfnin hefst kl. 13.30. Foreldrar eru hjartanlega velkomin og verða vitni að þessum merkilega viðburði í lífi barnanna. Í kjölfar útskriftarinnar er sumarhátíð Vallar en hún er frá kl. 14-16 hér á Velli. Sumarhátíðin hefst með skrúðgöngu, síðan ætlar Sirkus Íslands að koma og vera með skemmtiatriði. Foreldrafélagið býður uppá grillaðar pylsur og safa. Þetta verður án efa skemmtilegur og gleðilegur dagur og eru foreldrar og aðstandendur innilega velkomnir.

Þessa viku og næstu vikur fram að sumarfríi ætlum við að vera með upprifjun á öllu því sem tengist hjallískum þáttum sem og Mætti málsins (markviss málörvun). Upprifjun er mikilvæg í öllu námi og er mikilvægasta hjálpartækið þegar við þurfum að festa atriði í langtímaminninu.

Eigið dásamlega viku kæru vinir

© 2016 - Karellen