news

Vináttulota að hefjast á Velli

17. 02. 2020

Sæl veriði kæru vinir!

Í dag hefst Vináttulota hér hjá okkur á Velli. Vináttulotan er þriðja stig félagsþjálfunar hjá okkur í Hjallastefnunni. Hún er beint framhald af bæði samskipta- og jákvæðnilotunni og í reynd hástig þeirrar félagslegu jákvæðni sem þjálfuð hefur verið. Í þessari lotu styrkjum við og eflum vináttu á allar lundir. Einnig er mikilvægt að vinna með skilgreiningar á vináttunni, álit barnanna á vináttunni og hvað það þýðir að vera vinur eða vinkona. Fjórir lotulyklar eru í þessari lotu líkt og öðrum lotum hjá okkur en fyrsti lotulykillinn er hugtakið félagsskapur.

Í markvissri málörvun erum við enn að fjalla um Mat í orðaforðanum og hljóð vikunnar er hljóðið hj (hjálpa-hjalli-hjóla o.s.frv). Tákn vikunnar í Tákn með tali eru táknin "Vatn" og "Þurrka". Áfram höldum við einnig að leggja inn æfingar sem efla okkar börn í hugtakaskilning en það gerum við með því að æfa t.d. rím, vinna með fornöfn, setningamyndanir, margræð orð o.fl. Elstu nemendurnir okkar halda áfram í stærðfræðinni og kennir þar margra grasa í þeim efnum. Mikið fjör og gaman í leik og gleði.

Eigið góðar stundir þessa vikuna

© 2016 - Karellen