news

Virkni er orð vikunnar og Blái dagurinn!

01. 04. 2019

Sæl veriði kæru vinir á þessum fallega mánudagsmorgni. Sólin skín fallega á fagurhvíta snjóinn. Í dag er yndislegt að nýta útiveruna og það ætlum við sko að gera. Í Hjallísku þáttum er þetta þriðja vikan í Áræðnilotunni okkar og er orð vikunnar orðið "Virkni". Það stendur fyrir að vera virkur í eigin lífi og ákvörðunum. Við eflum okkar nemendur í þessu og alltaf í gegnum leikinn.

Í Mætti málsins tökum við upp nýtt orðaforðahugtak sem við ætlum að efla næstu þrjár vikurnar og vonum við að þið kæru foreldrar takið virkan þátt í þessu með okkur. Orðaforðahugtakið er "Farartæki". Í hljóðainnlögninni er hljóð vikunnar hljóðið "Ú". Í Tákn með tali eru tákn vikunnar táknin "Fremstur" og "Síðastur". Ásamt þessu höldum við áfram að efla þætti tengt hljóðkerfisvitund.

Við minnum á Dag einhverfunnar en hann er á morgun þriðjudag 2.apríl. Í tilefni þessa dags ætlum við að mæta í bláum fötum til að sýna einstaklingum með einhverfu samstöðu og stuðning. Dagur þessi er haldinn víða um land.

Við vonum að þið eigið yndislega viku kæru vinir

© 2016 - Karellen