Innskráning í Karellen
news

Vor- og sumarlota á Velli

06. 05. 2019

Sæl veriði á þessum fallega mánudagsmorgni. Áfram höldum við í vor- og sumarlotunni. Þar kennir margra grasa og rétt að minna á að við ætlum að reyna að vera eins mikið úti með börnin og mögulegt er enda dásamlegt að upplifa vorið og sumarið þannig. Við munum einnig halda áfram að efla orðaforða barnanna í orðaforðahugtakinu ,,umhverfi úti‘‘. Þar eru mörg orð/hugtök sem hægt er að kenna/kynna/vinna með og allt í gegnum leikinn. Börnin munu sem dæmi fræðast mikið um mikilvægi þess að ganga vel um náttúruna og henda ekki rusli út um allt næstkomandi föstudag en þá ætlum við að fara bæði starfsmenn og nemendurnar út að "plokka" í okkar nærumhverfi og hreinsa til. Það verður skemmtilegt og gefandi. Í hljóðainnlögninni er hljóð vikunnar hljóðið "o" og í tákn með tali eru tákn vikunnar táknin "renna" og "hlaupa". Í viðbót við þetta höldum við áfram okkar daglega plani, líf og fjör á Velli.

Eigið yndislega viku kæru vinir


© 2016 - Karellen