Á Velli hefur verið hefð fyrir því að bjóða uppá enskukennslu. Hún hefur verið kennd í lotum og er sinnt af henni Lauru okkar sem kom á sirka 6 vikna fresti í leikskólann og kenndi drengjum og stúlkum 1 viku í senn. Þetta skapaði mikla lukku og gafst vel. Eftir áramótin síðustu gerðist þó það að Laura okkar fór á vit nýrra ævintýra og því hefur ekki verið nein enskukennsla í boði þessa önnina. Eftir á að taka ákvörðun hvort einhver taki við henni eða hvort við leggjum þetta niður.

© 2016 - Karellen